14. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 35. mál - atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Andra Val Ívarsson.

3) 40. mál - atvinnulýðræði Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ragnar Ingólfsson frá VR.

4) Umfjöllun um fjármálaáætlun 2021 - 2025 Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.

5) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

Helga Vala Helgadóttir og Ólafur Þór Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um þá nauðsyn að ráðist verði í rannsókn á aðbúnaði, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem bjó eða dvaldi á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi. Tilefnið eru nýlegar fréttir af aðbúnaði vistaðra á heimilinu Arnarholti og í kjölfarið áskorun Þroskahjálpar og Geðhjálpar til Alþingis um að sett verði á fót rannsóknarnefnd.

Vegna eðlis málsins, fjölda stofnana og meðferðarheimila, fjölda vistaðra sem og tímaramma telur nefndin nauðsynlegt að áður en tekin verður ákvörðun um form og fyrirkomulag rannsóknar verði farið í grunnrannsókn á umfangi hennar. Leggur nefndin til að leitað verði upplýsinga hjá forsætisráðuneytinu um það hvernig hliðstæðar rannsóknir hafa farið fram, hvaða leiðir séu heppilegastar sem og hvert umfang rannsóknar kunni að vera vegna þeirra upplýsinga sem kunna að vera til staðar í forsætisráðuneytinu. Er óskað eftir að forsætisráðuneyti skili velferðarnefnd greinargerð þar sem ofangreindum atriðum er svarað sem og hvort ráðuneytið telji lagastoð nægilega til öflunar þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru svo rannsóknin leiði fram staðreyndir máls og geti leiðbeint fram á veginn varðandi þjónustu við þessa viðkvæmu hópa. Óskar velferðarnefnd eftir því að umræddum upplýsingum verði skilað til nefndarinnar eigi síðar en 1. febrúar 2021 og að í framhaldinu taki nefndin ákvörðun um form og efni rannsóknar.

6) 18. mál - lækningatæki Kl. 10:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Helga Vala Helgadóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifuðu undir nefndarálitið.

7) 93. mál - almannatryggingar Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 7. desember og að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður þess.

8) 88. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 7. desember og að Sara Elísa Þórðardóttir yrði framsögumaður þess.

9) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um starfið framunda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10